Þann 1. janúar næstkomandi sameinast embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra undir nafninu Skatturinn.
Þann 11. desember 2019 var samþykkt á Alþingi að sameina embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra með það að markmiði að bæta þjónustu og hafa að leiðarljósi sjálfvirknivæðingu og stafræna opinbera þjónustu í starfsemi skatt- og tollyfirvalda.
Afgreiðslur embættisins verða fyrst um sinn óbreyttar á Tryggvagötu 19 og Laugavegi 166.
Opnunartími afgreiðslu verður óbreyttur eða mánudaga – fimmtudaga frá kl. 09:00 – 15:30 og föstudaga frá kl. 09:00 – 14:00.
Símanúmer verða óbreytt, 442 1000 vegna skatta og innheimtu og 560 0300 vegna tollamála.
Netföng breytast ekki.
Kennitala sameinaðs embættis verður 540269-6029 (kennitala ríkisskattstjóra).
Engar breytingar verða á bankareikningum vegna innheimtu.
Verið er að vinna að frekari samræmingu á starfsemi stofnananna.