Menu Close

Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geta launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.

Þær þurfa að vera vegna afdreginnar staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.

Heimilt er að óska eftir frestun á gjalddaga og eindaga til 15. janúar 2021 að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum.

Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins

.

Skilyrði frestunar

Rekstrarörðugleikar

Engin vanskil með opinber gjöld og skýrsluskil

Umsókn um frestun hafi borist tímanlega til Skattsins 

Álag á staðgreiðslu

Leiði síðari skoðun Skattsins á umsóknum í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum. 

Frestun greiðslna til sumars 2021