Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%.
Endurgreiðslan er af vinnu manna við íbúðarhúsnæði sem veitt er á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021. Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.
Opið fyrir umsóknir
Sótt er um endurgreiðslur á þjónustusíðu hvers umsækjanda á þjónustuvef Skattsins. Umsókn er að finna undir flipanum „Samskipti“, „Umsóknir“ og þar „Virðisaukaskattur“.
Í hinum nýju lögum felst nánar tiltekið að endurgreiddur verður 100% virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna sem innt er af hendi innan tímabilsins frá og með 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021 af eftirfarandi: