Menu Close

Lokunarstyrkur – viðbótarlokunarstyrkur

Um lokunarstyrki og viðbótarlokunarstyrki gilda lög nr. 38/2020, um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, og lög nr. 55/2020, um breytingu á fyrrnefndu lögunum.

Þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem hófst fyrir 1. febrúar 2020 og var gert að stöðva starfsemina í sóttvarnarskyni gátu átt rétt á lokunarstyrk/viðbótarlokunarstyrk úr ríkissjóði að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga gátu ekki sótt um lokunarstyrk.

Lokunarstyrkur/viðbótarlokunarstyrkur telst til skattskyldra tekna rekstraraðila samkvæmt lögum um tekjuskatt.

Lesa meira