Tekjufallsstyrkir eru til að styðja við rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um þá gilda lög 118/2020, um tekjufallsstyrki. Markmið þeirra er að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum.
Þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem hófst fyrir 1. apríl 2020 og hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli, sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru, eiga rétt á tekjufallsstyrk úr ríkissjóði að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Sjá einnig leiðbeiningar í flipanum „Fjárhæð tekjufallsstyrks“ undir „Önnur atriði“ þar sem fjallað er um nýja í rekstri.
Stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga geta ekki sótt um tekjufallsstyrk.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2021.