Ársreikningaskrá sendi í morgun tilkynningu til 58 félaga þar sem þessum félögum var veittur fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi.
Ef félag skilar ekki fullnægjandi ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi innan frestsins mun ársreikningaskrá senda héraðsdómi kröfu um skipti á búi viðkomandi félags. Engir frekari frestir verða veittir af hálfu ársreikningaskrár.