Menu Close

Persónuafsláttur

Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Sama gildir um þá sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.

Persónuafsláttur er 53.916 kr. á mánuði á árinu 2022. (Sjá nánar)

Hver og einn launamaður ber ábyrgð á að gefa sínum launagreiðanda réttar upplýsingar um skattþrep til að tryggja að rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af laununum og að nýting persónuafsláttar sé með réttum hætti.

Upplýsingar um skattþrep

.

Leiðbeiningar

Hvernig nýti ég persónuafslátt?

Launamaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall. Auk þess þarf launamaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans af, ef ekki í því lægsta. Ef launamaður á uppsafnaðan persónuafslátt eða vill nýta persónuafslátt maka upplýsir hann launagreiðanda um það. Launamaður getur fengið upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu Skattsins, www.skattur.is. Sé þess óskað getur launamaður sótt þangað yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu til að framvísa hjá launagreiðanda.

Horfa á leiðbeiningarmyndband (opnast á youtube)
Information available in English

Leiðbeiningar um hvar upplýsingar um nýttan persónuafslátt er að finna – fjögur skref

Skipting persónuafsláttar milli launagreiðenda

Skipt um vinnu

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð