Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%.
Endurgreiðslan er af vinnu manna við íbúðarhúsnæði sem veitt er á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. ágúst 2022. Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.
Tímabundin hækkun og útvíkkun úrræðis fellur niður
Endurgreiðsla vegna bílaviðgerða fellur aftur niður frá og með 1.1.2022.
Endurgreiðsla vegna frístundahúsnæðis, heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis fellur aftur niður frá og með 1.7.2022.
Opið fyrir umsóknir
Sótt er um endurgreiðslur á þjónustusíðu hvers umsækjanda á þjónustuvef Skattsins. Umsókn er að finna undir flipanum „Samskipti“, „Umsóknir“ og þar „Virðisaukaskattur“.
Opna umsókn | Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. |
Opna umsókn | Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við nýbyggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota. |
Opna umsókn | Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bifreiðar (gildir aðeins fyrir viðgerðir á tímabilinu 1.3.2020 – 31.12.2021). |
Í hinum nýju lögum felst nánar tiltekið að endurgreiddur verður 100% virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna sem innt er af hendi innan tímabilsins frá og með 1. mars 2020 til og með 31. ágúst 2022 af eftirfarandi:
- Endurgreiðslur virðisaukaskatts gildir bara um bílaviðgerðir til og með 31.12.2021.
- Endurgreiðsla vegna frístundahúsnæðis, hönnunar og eftirlits, heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis gildir til og með 30.6.2022.
Frístundahúsnæði
Hönnun og eftirlit
Heimilisaðstoð og regluleg umhirða íbúðarhúsnæðis
Bílaviðgerðir
Mannvirki félagasamtaka
Forsendur
Endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt þessu tekur ekki til virðisaukaskatts sem heimilt er að færa til innskatts í skattskyldum rekstri, sbr. VII. kafla laga um virðisaukaskatt. Þá er það einnig skilyrði fyrir endurgreiðslu að seljandi þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskiptin eiga sér stað.
Afgreiðslutími umsókna
Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota skal afgreidd eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 30 dögum eftir að fullnægjandi erindi berst.
Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við nýbyggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota skal afgreidd á grundvelli framlagðra reikninga, eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Beiðnir sem berast í janúar og febrúar eru afgreiddar 5. apríl, umsóknir í mars og apríl afgreiddar 5. júní o.s.frv.
Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bifreiðar skal afgreidd eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 90 dögum eftir að fullnægjandi erindi berst.