Íslenskt efnahagslíf hefur undanfarin ár tekist á við ýmiss áföll með tilheyrandi þörf á sértækum skipulagsbreytingum, Endurskoðun VSK veitir viðskiptavinum sínum aðstoð hvað ýmsa þætti fjárhagslegrar endurskipulagningu varðar.
Fjárhagsleg endurskipulagning sem Endurskoðun VSK getur aðstoðað með felst t.d. í eftirfarandi:
- Að aðstoða við mögulegar leiðir við fjármögnun.
- Mat og aðstoð við gerð fjárhags-, sjóðstreymis- og rekstraráætlana.
- Aðstoð við mat á greiðslugetu m.t.t. greiðslugetu af vaxtaberandi lánum, öðrum skuldbindingum og greiðslum hverskonar til hluthafa eða annarra haghafa.
- Hugmyndavinna og tillögur að umbreytingu skulda í hlutafé eða mögulegar leiðir í breytingu lánsfjármögnunar á borð við skilamálabreytingar og þess hátta, með það fyrir augum að samræma greiðslu afborgana og vaxta við greiðslugetu félagsins.
- Aðstoð við gerð tilboða og kynningarefnis hverskonar, fyrir lánveitendur, hluthafa og aðra notendur sem að borðinu geta komið.