Við tökum að okkur útreikning og vinnslu launa fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri. Í lok hvers mánaðar fáum við upplýsingar um vinnuframlag hvers starfsmanns, orlofstöku, fyrirframgreiðslur o.h.þ. og við reiknum út launin og launagjöldin.
Launaseðlar eru sendir með tölvupósti til viðkomandi starfsmanns, einnig er hægt að senda launaseðla í netbanka hvers og eins starfsmanns sem birtast undir rafrænum skjölum eða til ykkar allt eftir óskum hvers og eins.
Skilagreinum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til Skattsins og birtist krafa í heimabanka fyrirtækisins. Skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt með sama hætti.
Í ársbyrjun sendum við með rafrænum hætti verktaka- og launþegamiða til Skattsins.
Þetta fyrirkomulag lágmarkar vinnu stjórnenda við meðhöndlun launa.
Einnig sendum við hlutafjármiða og ef við á bifreiðahlunninda- og greiðslumiða til Skattsins.
Fyrirtæki geta látið okkur eingöngu annast launavinnslur og skil. Laun eru trúnaðarmál og geta verið viðkvæm, mörg fyrirtæki sjá sinn hag í því úthýsa laununum.
Launavinnslur er sérhæfð vinna og því nýtist tíminn oft betur hjá reyndum bókurum