Menu Close

Endurskoðun reikningsskila er óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós álit um áreiðanleika og framsetningu þeirra.  Endurskoðun VSK fylgir alþjóðlegum stöðlum um endurskoðun (ISA)  við endurskoðun fyrir viðskiptavini sína. Aðferðafræðin byggir á áhættuígrundaðri nálgun þar sem mest áhersla er lögð á endurskoðun þeirra liða þar sem áhættan er metin mest.

Endurskoðun VSK byggir vinnuferla á áhættugreiningu. Eftir atvikum leiðir sú greining til þess  að framkvæmdar eru viðeigandi endurskoðunaraðgerðir sem niðurstaða endurskoðunar byggir á.

Að lokum er stjórnendum kynnt niðurstaða endurskoðunar með skýrslu um endurskoðunina og ýmislegt sem að gagni mætti koma fyrir stjórnendur.

Endurskoðun í hæsta gæðaflokki felur í sér að endurskoðandinn taki mið af áhættu verkefnisins við skipulag vinnu sinnar, sé þjónustulundaður og vinni með skilvirkum hætti í gegnum allt endurskoðunarferlið. 

Þetta krefst þess að endurskoðandinn hafi góðan skilning á rekstri viðkomandi fyrirtækis og því umhverfi sem það starfar í.

Áhættugreining er grundvöllur að skipulagi endurskoðunarvinnunnar. Við lok endurskoðunar fær hver viðskiptavinur kynningu  á endurskoðunarskýrslu þar sem helstu niðurstöður endurskoðunar auk annarra atriða sem upp komu og endurskoðandinn telur að öðru leyti viðeigandi eða gagnlegt að koma á framfæri við stjórnendur í þeim tilgangi að bæta rekstur, umgjörð eða aðra þætti sem félagið varða.

Lögð er áhersla á að við lok endurskoðunar hafi stjórnendur fengið gagnalegar upplýsingar um reksturinn sem gætu gagnast stjórnendum við störf sín.