Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu. Unnið er eftir stöðluðu bókhaldskerfi sem er öflugt og í sífelldri mótun.
Endurskoðun VSK ehf þjónustar fyrirtæki, einstaklinga í rekstri, húsfélög og félagasamtök. Við sjáum um færslu bókhalds, afstemmingar, útgáfu reikninga, virðisaukaskattsuppgjör, launavinnslu, ársreikningagerð, árshlutauppgjör og skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga.
Við útbúum skýrslur og annað fyrir rekstraraðila til að auðvelda þeim daglega rekstur og geta skoðað stöðu fyrirtækis á hverjum tíma. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að hafa tiltækar fjárhagsupplýsingar til að stýra rekstrinum.
Við bjóðum upp á færslu bókhalds viðskiptavina okkar í DK-hugbúnaði eða með miðlægri nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar. Við sækjum og sendum bókhaldsgögn eftir samkomulagi.
Við leggjum áherslu á að vera með nýjustu uppfærslur kerfa og breytingum á lögum og reglum sem um bókhald gilda.
Endurskoðun VSK ehf hefur það að leiðarljósi að finna farsæla lausn á bókhaldi fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Lögð er áhersla á fara yfir ársreikning félagsins með stjórnendum og koma með tillögur til úrbóta og jafnframt benda á hvað gengur vel.