Menu Close

Endurskoðun VSK getur aðstoðað viðskiptavini við að meta og sækja fjármögnun til lánastofnana. Starfsmenn Endskoðunar VSK hafa reynslu í að greina hvers konar fjármögnunarkostir henta viðskiptavinum best. 

Mikil verðmæti geta falist í því að fyrirtæki sé rétt fjármagnað, út frá áhættu, tímalengd og skilmálum fjármögnunarinnar. Þjónusta Endurskoðunar VSK í tengslum við fjármögnun felst m.a. í að meta hvaða fjármögnunarkostir eru í boði, samskiptum við lánastofnanir, ráðgjöf við hugsanlega hlutafjáraukningu og í tengslum við fjármögnun skuldsettrar yfirtöku.