Menu Close

Endurskoðunar VSK býður viðskiptavinum sínum upp á könnun á ársreikningum. Markmið könnunarinnar er að gera endurskoðanda kleift að álykta um afkomu og stöðu félaga. 

Beitt er aðgerðum sem ekki eru jafn ítarlegar og við endurskoðun um hvort nokkuð hafi komið fram sem bendi til annars en að reikningsskilin gefi glögga mynd af stöðu félagsins í samræmi við lög og reglur.  Ekki er gefið álit eins og við endurskoðun. Aðferðafræðin við könnun byggir á alþjóðlegum staðli ISRE 2400 um könnun reikningsskila.

Með sama hætti býður Endurskoðun VSK upp á könnun á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til stjórnenda sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum fyrirtækis, ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum.  Könnun felur ekki í sér jafn víðtækar aðgerðir og endurskoðun. Ekki er því gefið álit um endurskoðun.