Menu Close

Reiknað endurgjald 2022

Almennt

Maður sem starfar við eigin atvinnurekstur á að reikna sér endurgjald (laun) fyrir þá vinnu. Með þessi laun fer á sama hátt og almennar launagreiðslur til launþega, þ.e. reikna þarf af þeim staðgreiðslu opinberra gjalda, greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.

Reglan á bæði við um mann sem stundar atvinnustarfsemi í eigin nafni (eigin kennitölu) og mann sem starfar við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum, eða við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.

Fjárhæð reiknaðs endurgjalds (launa)

Reiknað endurgjald á ekki að vera lægra en launatekjur manns hefðu orðið ef hann hefði unnið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. Sama gildir um endurgjald fyrir starf maka manns, barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, venslamanns hans eða nákomins ættingja.

Sjá nánar viðmiðunarfjárhæðir

Viðmiðunarreglur

Ríkisskattstjóri setur árlega reglur um lágmark reiknaðs endurgjalds með hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf, að viðbættum hvers konar hlunnindum og skiptir ekki máli hvernig þau eru greidd eða í hvaða formi þau eru. Reglunar eru birtar árlega í B-deild Stjórnartíðinda.

Viðmiðunarreglunum er skipt upp eftir starfaflokkum A-H. Fjárhæðirnar eru lágmarksviðmiðun og taka mið af almennum taxtalaunum þannig að ef greidd eru einhvers konar hlunnindi til viðbótar, t.d. bifreiðahlunnindi, þá skulu þau metin samkvæmt skattmatsreglum og bætast við fjárhæðir samkvæmt viðkomandi viðmiðunarflokki. Viðmiðunarreglurnar eru birtar í sérstökum kafla.

Lágmarksfjárhæðir

Annað launað starf

Sameiginlegur rekstur hjóna og samskattaðra

Vinna við rekstur maka

Ráðandi aðili

Ef unnið er við atvinnurekstur lögaðila ber að reikna endurgjald ef maður er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, þó ekki ef um er að ræða starf á vegum lögaðila sem skráður er á opinberum verðbréfamarkaði. Maður telst ráðandi aðili ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum, eða starfandi hluthöfum, á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila, og á sjálfur 5% hlut eða meira í lögaðilanum. Með nákomnum ættingjum er átt við þá sem tengdir eru fjölskylduböndum, þ.m.t. tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur. Tengsl þessi teljast á sama hátt vera fyrir hendi ef um er að ræða óbeina eignar- eða stjórnunaraðild svo sem starfi maður hjá dótturfélagi eða hlutdeildarfélagi félags sem hann hefur ráðandi stöðu í. Sömu reglur gilda einnig um starfandi hluthafa sem ekki eru tengdir fjölskylduböndum, þ.e. eigi hópur starfandi hluthafa meira en 50% í lögaðila þá skulu viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald gilda um þá ef eignarhlutur viðkomandi er a.m.k. 5%.

Starfandi hluthafar sem ekki tengjast fjölskylduböndum

Starf fyrir lögaðila á opinberum verðbréfamarkaði

Staðgreiðsluskil

Skila á staðgreiðslu opinberra gjalda af reiknuðu endurgjaldi á sama hátt og af öðrum launagreiðslum. Þetta á við í öllum tilvikum, þ.e. hvort heldur unnið er við eigin atvinnurekstur, atvinnurekstur maka eða atvinnurekstur lögaðila. Staðgreiðslan er bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars á tekjuári.

Áætlun tekna á staðgreiðsluári

Tekjur lægri en viðmiðunarfjárhæðir

Lágt reiknað endurgjald – ársskil

Reiknað endurgjald innan við 450.000 kr.

Skattframtal einstaklings

Reiknað endurgjald er fært til tekna í skattframtali einstaklings fyrir viðkomandi ár og til gjalda í rekstrarreikningi vegna atvinnurekstrarins. Ríkisskattstjóri endurskoðar tilgreint reiknað endurgjald eftir því sem tilefni er til.

Breyting á reiknuðu endurgjaldi

Hækkun ríkisskattstjóra

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað